Ömurlegt lið á þessu landi...

Hva. djö.. þetta er hræðilega ömurlegt lið sem er að blogga hérna. Það eina sem því dettur í hug er að gera lítið úr öðrum. Það er eins og það sé þjóðaríþrótt íslendinga að trúa ekki á hvort annað og það sé best að hjálpaðast að við að finna mestu aulana í samfélaginu og gera grín að þeim. Á meðan ég er að gera grín að öðrum og lítið úr öðrum er ég save... það er hugsunin. ...  Þetta er ömurlegur blettur á samfélaginu....

Það er staðreynd að Alþingismenn eru með eftirlaun sem ná engri átt það er staðreynd að bensínið er hæst hér á norðurlöndunum miðað við launatölu..( danir, svíar, norðmenn, finnar) fá allir meira bensín í laun, talið á tíman t.d. 12 lítra á miðað við 6 lítra hjá íslending, hvíldartími sem viðgengst meðal bílstjóra í Evrópu á ekkert skylt með aðstæðum á eylandi, (ísland er eyja) það er líka staðreynd að fullt annað er í gangi og við látum vaða yfir okkur....

Það mættu 100 manns til að mótmæla þessu í dag... ég er einn af þeim sem viðurkenni að ég er stoltur af þeim. Tek ofan fyrir þeim.

Lítum í eigin barm.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi 5% atkvæða myndiru kjósa hann? Ef það hefðu verið 100 þús manns að mótmæla nákvæmlega því sama og þessir menn voru að mótmæla í dag, væriru þá fylgjandi þessum mótmælum? Eru þeir ekki á réttri leið núna? Hættir að loka götum og mótmæla niðurá þingi eins og almenningur bað um?

Áfram mótmæli, við verðum að láta vita af okkur, veruleiki heillrar þjóðar er ekki eins hjá ölllum og enginn alþingismaður býr við bág kjör, það gerir aftur á móti undir 5% þjóðarinnar.


mbl.is Hrópað af þingpöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Örn

"þetta er hræðilega ömurlegt lið sem er að blogga hérna. Það eina sem því dettur í hug er að gera lítið úr öðrum"

Ert þú ekki að gera nákvæmlega það sama?

Steinar Örn, 15.5.2008 kl. 15:15

2 Smámynd: Þórður Steinn Guðmunds

Jú það er spurning?? Kannski menn þurfa samt að lesa allt sem ég skrifaði til að finna svarið? Þetta er meira svona til umhugsunar, en fólkið sem kommentar og skrifar hérna er flest ekki fært um það!!

Þórður Steinn Guðmunds, 15.5.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: corvus corax

Mæltu manna heilastur Þórður! Ég tek ofan fyrir þeim sem láta í sér heyra og ætla ekki að sætta sig við óréttlætið sem valdahyskið býður almenningi. Moka í eigin vasa sem mestu af sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar og gefa svo skít í þá sem borga brúsann. En nú dugar ekki lengur að fara bónveg að þessu landsfeðrahyski. Nú gildir að heypa upp samkvæminu þannig að þetta skítapakk í landsstjórninni verði skelkað. Grýta úldnum eggjum og tómötum og láta verulega til sín taka. Skyr er fulldauflegt til að hafa afgerandi áhrif. Íslenska þjóð, rístu upp gegn óréttlætinu og skítlegu eðli að hætti Ceausescus Oddssonar og sæktu réttlætið ef það fæst ekki öðruvísi! Látum verkin tala!

corvus corax, 15.5.2008 kl. 15:55

4 identicon

hvernig fáið þið það út að fólk fái 12 lítra fyrir tímakaupið sitt á norðurlöndum en 6 lítra á íslandi? sá þetta einmitt líka á blogginu hjá sturlu...hefuru eitthvað fyrir þér í þessu annað en bara að þú hafir heirt þetta einhverstaðar?

jon (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 17:38

5 Smámynd: Steinar Örn

Ég las reyndar allt sem þú skrifaðir. Var bara benda á hræsnina í þér að gagnrýna.

Ekki veit ég hvort þetta fólk sem "skrifar og kommentar hérna" er ég en ég var sá eini sem var búinn að kommenta þegar þú skrifaðir þetta.

Þú maður bendi á hræsnina þá er ég alveg hæfur til umhugsunar.

Annars veit ég ekki hvar þú færð þessar upplýsingar um 12 lítra fyrir tímakaup en 6 á norðurlöndunum, hljómar eins og alger vitleysa þar sem laun á norðurlöndum eru ekki tvöfalt hærri en hér og eldsneytið kostar svipað eða meira.

Ekki skil ég heldur hvers vegna bílstjórar á eyju þurfa aðrar reglur varðandi hvíldartíma en annars staðar. En þú ert væntanlega með mjög góð rök fyrir því...

Steinar Örn, 15.5.2008 kl. 18:58

6 identicon

mjög kunnugleg þessi þögn þegar þessir menn eru spurðir eitthvað út í rökinn sem þeir halda fram.......

jon (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:07

7 Smámynd: Þórður Steinn Guðmunds

Já góðan daginn. Launin eru kannski ekki alveg tvöfuld en þetta getur hver maður séð í hendi sér. Þarf bara að reikna gildi tímakaups, matur, bensín lánagjöld, að er allt tekið inn í þetta kallinn minn. En ef þú trúir mér ekki tjekkitt bara farðu að vinna í Carlserg verksmiðjunni og fáðu mánaðarlaunin og svo að eyða þeim, og svo spyr ég þig aftur, fannnstu muninn? Og þá erum við tveir komnir með mjög góða rannsókn á þessu. Ástæðan fyrir eyjunnu er sú að við þurfum ekki að keyra á milli landamæra annara þjóða eins og bílstjórar á meginlandi evrópu.

Þórður Steinn Guðmunds, 16.5.2008 kl. 11:58

8 identicon

já það er bara alls ekkert rétt að launinn séu tvöföld, veit reyndar ekki um launinn í carlsberg en ég er búin að búa í DK í eitt og hálft ár og er iðnaðarmaður og iðnaðarmenn eru frekar ofarlega í launaskalanum í dk og er með rétt tæplega 180 kr á tíman með smá aukaálagi og flestir iðnaðarmenn sem ég þekki í rvk eru með yfir 2000 kr á tíman.

Svo er hitt líka bara gömul klisja að matur og drykkur séu svo mikið ódýrari t.d. hækkaði matarverð almennt um 8% hérna í DK í apríl...kjöt er ódýrara ...hitt dýrara

Þetta er stór ástæða fyrir því held ég að fylgið við þessi mótmæli hefur hrunið svona fullyrðingar út í loftið án nokkura raka og oft án nokkurs sannleika...því miður

jon (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Steinn Guðmunds

Höfundur

Þórður Steinn Guðmunds
Þórður Steinn Guðmunds
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 312

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband