11.4.2007 | 21:56
Hvenær færðu snjósleða?
Fór í frí um páskana. Var staddur út á landi. Fór í sund með frúnni. Sat í heita pottinum og naut þess að fá páskasólina í andlitið. Hvenær færðu snjósleða? Heyrði ég spurt út undan mér. Ég leit til hliðar og sá þar hvar tveir drengir á að giska á tíunda aldursári voru að ræða málin. Annar var sem sagt búinn að eignast snjósleða og spurði hinn hvenær hann ætti von á sínum. Er einhver annar að undrast eða er ég einn um það? Varð stórhneikslaður, en svona er þetta. Eru ekki breyttir tímar? Ég man þegar ég fékk reiðhjól í fyrsta sinn, mitt eigið, var rosastoltur. Ætli það sé ekki svipað og að eignast snjósleða núna? Fyrst sagði ég við frúna, hneykslaður, jeminn, ætli þetta sé ekki álíka og þegar við vorum að biðja um bolta? En held að reiðhjóls minningin sé sambærilegri. En hvað veldur þessari samræðu drengjanna? Já breyttir tímar en hvað lærir tíu ára drengur á því að vera gefin snjósleði? Hann getur greinilega fengið allt, hvað sem er og ég spyr mig hvað ef hann skemmir hann? Frussar sennilega út í loftið og biður pabba um nýjan. Hlýtur að redda nýjum eins og þessum, hugsar stráksi. Ef við snúum okkur aftur að reiðhjólinu þá man ég að ég átti mitt lengi, það lenti í hnjaski en ég passaði upp á það, það sprakk á því en þá þurfti ég að gera við það. Fékk ekki nýtt, ný búinn að fá hjól. Gæti verið að einhver krakki kunni að meta svona gjafir en ég efa það, sérstaklega í þessu tilviki því hjá þessum tveim stráklingum sem sátu á sundlaugarbakkanum og töluðu um gjafirnar sem foreldranir ausa í þá, (eflaust til að metast sín á milli (foreldranir þ.a.s.)) voru þessar gjafir svo sjálfsagðar. Þetta leiðir hugann að öðrum spurningum. Hvernig þessir drengir hugsa yfir höfuð. Vita þeir eitthvað um gildismat peninga? Hvernig ganga þeir um dótið sitt og annara? Krakkar sem fá hlutina svona án umhugsunar vita yfirleitt ekki verðmunin á snjósleða og fótbolta. Og eins og áður sagði kunna ekki að meta svona gjafir. Minnist myndabrots sem ég sá á netinu um daginn. Foreldranir búnir að kaupa afmælisgjöfina fyrir krakkann. Leiða hann út með bundið fyrir augun. Þegar út er komið blasir við einn flottasti sportbíll sem ég hef séð, og já stelpan á að fá hann í afmælisgjöf, var að fá bílprófið. Foreldrarnir, hoppandi af kæti og spenningi eftir viðbrögðum stúlkunnar, taka af henni trefilinn. Hún opnar augun og horfir á bílinn. Svo setur hún upp fýlusvip og öskrar á pabba sinn. Hann var nefnilega ekki í réttum lit.... Kommon ég trúði þessu ekki, svona krakkar eru að alast upp í hrönnum. Mitt mat, það ætti að vera leyfilegt að raskella þá. Já og bæ the vei pabbi fór í vörn og fór að afsaka sig..... Ja hérna....
Um bloggið
Þórður Steinn Guðmunds
Bloggvinir
- stebbifr
- swaage
- pallvil
- solrun
- sigmarg
- omarragnarsson
- bryndisisfold
- dofri
- alcandiary
- gudmbjo
- julli
- atlifannar
- 730
- juliusvalsson
- joninaben
- halla-ksi
- maggib
- eyvi
- prakkarinn
- laugardalur
- dabbi
- mariaannakristjansdottir
- tidarandinn
- eyjapeyji
- fletcher
- sasudurnesjum
- vestfirdir
- bondakall
- gudni-is
- ithrottir
- snorris
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.