15.4.2007 | 14:16
Viltu flytja í moldarkofa?
Já og ekki nema von nú að fylgi stjórnarinnar sé upp á við aftur nú, þegar Geir og félagar hafa útskýrt fyrir okkur að allt sem við héldum fyrir mánuði síðan er rugl. Allt sem stjórnin hefur gert fyrir okkur er frábært. Kjósa þá eða flytja aftur í moldarkofa. Já, ég á von á bréfi inn um lúguna, bara strax 13. maí. Kæri Þórður nú átt þú að flytja úr íbúðinni þinni austur á land þar sem moldarkofi og ekkert rafmagn bíður þín. Nei ég ætla rétt að vona að kálfarnir sækja ekki allir þar sem þeir eru hýddir. Nei ég ætla að vona að við munum síðustu fjögur ár en ekki tvær setningar 12. maí. Írak, eftirlaunafrumvarp, gamla fólkið og að fólk sem ekki er með yfir 400 þús. á mánuði í laun græðir lítið á þessum skattalækkunum sem hafa verið og munu verða. Og já Steingrímur J. lofar að hækka ekki skatta, Ingibjörg ætlar að fækka biðlistum Jón sig að fjölga Álverum, Ómar að stoppa virkjanir, Guðjón Arnar ætlar að hafa hemil á útlendingunum en Geir ætlar að halda áfram að gera ríka ríkari og fátæka fátækari.
Geir endurkjörinn formaður með 95,8% atkvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þórður Steinn Guðmunds
Bloggvinir
- stebbifr
- swaage
- pallvil
- solrun
- sigmarg
- omarragnarsson
- bryndisisfold
- dofri
- alcandiary
- gudmbjo
- julli
- atlifannar
- 730
- juliusvalsson
- joninaben
- halla-ksi
- maggib
- eyvi
- prakkarinn
- laugardalur
- dabbi
- mariaannakristjansdottir
- tidarandinn
- eyjapeyji
- fletcher
- sasudurnesjum
- vestfirdir
- bondakall
- gudni-is
- ithrottir
- snorris
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fannst þér ekki nóg að skrifa þessu færslu einu sinni?
TómasHa, 15.4.2007 kl. 14:40
Fannst þér ekki nóg að skrifa þessu færslu einu sinni?
TómasHa, 15.4.2007 kl. 14:40
Fannst þér ekki nóg að skrifa þessu færslu einu sinni?
TómasHa, 15.4.2007 kl. 14:40
Fannst þér ekki nóg að skrifa þessu færslu einu sinni?
TómasHa, 15.4.2007 kl. 14:40
Gerðu þér og öðrum stjórnarandstæðingum greiða, byggðu færsluna á efnislegum rökum og það er nóg að senda hana inn einu sinni...
Gunnsteinn Þórisson, 15.4.2007 kl. 14:45
Hvernig er hægt að tönglast alltaf á þessu með að ríkir verði ríkari og fátækir fátækari. Já ríkir hafa orðið ríkari(er e-ð að því eða ertu bara afbrýðisamur?) en fátækir hafa ekki orðið fátækari, það er fásinna að halda slíku fram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stuðlað að því að stækka kökuna fyrir okkur öll og þegar þessir ríku verða ríkari skila þeir meira inn í kökuna, inn í kassann, fyrir okkur öll!!!
P.s. þetta skrifar einstæð móðir í háskólanámi og er því ein af þessum fátæku (hef samt tækifæri og er að gera alla þá hluti í lífinu sem að ég þrái að gera;). Mér finnst mjög gott að hugsa til þess að þegar ég er búin að mennta mig og hætti að vera "fátæk" þá verður mér ekki refsað fyrir að vera í vel launuðu starfi sem ég hef lagt hart að mér að komast í.
Margrét Elín Arnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 17:00
Margrét þú hittir alveg á naglann...
Málið er að flestir sósíalistar lifa í þeirri blekkingu að kakan sé alltaf jafn stór, ef einhver verður ríkur þá hljóti það að vera á kostnað annarra. Og því sé bráðnauðsynlegt að ríkisvaldið taki kökuna í gíslingu og gefi öllum jafn stóra sneið. En það er einfaldlega þannig að hvatinn til þess að baka minnkar þegar hráefninu er haldið í gíslingu og stjórnað af öðrum. Gangi þeim vel að útrýma fátækt með minna á milli handanna. Munum það svo að kommúnisminn er ríkjandi í S-Ameríku á meðan kapítalisminn er ríkjandi í N-Ameríku. Milljónir manna flýja norður í leit að betra lífi, þeir sem flýja suður eru fyrst og fremst eftirlýstir glæpamenn.
Finnst það vera stórt áhyggjuefni hversu mikið fylgi Vinstri Græna hefur aukist, sem er eini raunverulegi kommúnistaflokkur Íslands. Auðvitað er það fyrst og fremst vegna þess að þeir eru grænir og það er vinsælt í dag, svo vonandi er þetta bara stutt tímabil en ekki raunverulegur vilji að virkja kommúnismann á Íslandi. Vill fólk í alvöru fá hér forsætisráðherra sem hefur áhuga á að stofna netlögreglu? Með lönd eins og Kína og Írak (undir Saddam) sem fyrirmyndir.
Geiri (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 04:42
Ég er sammála þér Þórður. Hvernig stendur á því að Sjálfstæðismenn svara allri gagnrýni með persónulegu skítkasti þessa dagana ? Ríkir geta alveg verið ríkir, mér að meinalausu Margrét.... en mér er alls ekki sama þótt aldraðir búi við fátækt. Er þér sama ?
Anna Einarsdóttir, 23.4.2007 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.