Sjálfvirkur ljósabúnaður? Einar talar í hringi.

 Sagði hann fá dæmi um jarðasöfnun á landsbyggðinni. En það eru dæmi. Er það ekki þegar einn maður safnar mörgum jörðum? Er það gott?

Ljósin, sem slokknuðu í sveitum landsins fyrir nokkrum árum, hefðu kviknað á ný. Hafði Einar að orði. En það býr enginn á þessum jörðum, einn maður hefur keypt um tuga jarða fyrir austan fjall. Hann býr ekki á neinum, hann kveikir hvergi ljós.

Vísaði hann (Jón) til þess, að í Danmörku og fleiri nágrannalöndum væru gerðar strangar kröfur um ábúð og nýtingu á bújörðum, sem skiptu um eigendur. Þau lög gera það að verkum að jörðin er nýtt og ábúandi ætlar að vera þar með búskap.

Einar spurði, hvort ríkið ætti að reyna að koma í veg fyrir að fólk úr þéttbýli setjist að á landsbyggðinni. Fáir auðmenn búa útí sveit Einar. Ertu ekki landbúnaðarráðherra? Hefuru komið upp í sveit? Hvað með lög um kaup á jörðum sem ekki á að nýta, hvað með lög um að sýna fram á nýtingu jarðar með kaupsamningi nýting er margskonar. Hvað með takmörkun á hektörum? Það er margt hægt að gera en lítið hægt. En það mætti reyna að koma í veg fyrir að einn maður kaupi og kaupi jarði, þó þeir séu fáir þá þarf að sýna þeim aðhald.

 


mbl.is Eignamyndun á sér stað í sveitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Sveinbjörn Jóhannsson

Mig langar til að benda á örlítinn punkt í þessu öllu saman. Ég er bóndasonur og þekki svona mál nokkuð vel. Allflestir, ég segi ekki allir en flestir þessara auðmann sem að kaupa, búa ekki á jörðunum, heldur eru þeir að sækjast eftir auðlindum jarðanna, s.s. veiði, virkjunum og eða að selja þær undir sumarbústaðabyggðir. Þetta er ekki góð þróun. Síðan eru það þeir sem að eru með búskap á sínum jörðum, en þeir ráða þá til sín fólk til að sjá um allt en hirða ágóðan sjálfir, og yfirleitt er það fólk sem er í vinnu hjá þeim þeir sem vilja búa, en hafa ekki efni á að kaupa. Mig langar til að búa og vera með búskap á jörðinni sem að fjölskyldan er búin að eiga síðan 1850 en ég á engar 250 milljónir til að kaupa og telst það gjöf en ekki gjald miðað við þá kosti sem að hana prýða, s.s. stærð, afréttur, veiði og möguleiki á háhita. Ég styð ekki þessa þróun.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, 13.11.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Steinn Guðmunds

Höfundur

Þórður Steinn Guðmunds
Þórður Steinn Guðmunds
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband