Reynir á Akranesi

Reynir læknir á Akranesi er einn þeirra sem er sekur um mörg mistök.

Hann greindi æxli í hálsi mér sem barkakýli. Það var svo 10 árum seinna sem meistari á læknavakt á smáratorgi bjargaði lífi mínu. En þangað fór ég þar sem ég var að kafna, náði vart andanum eitt kvöldið, og honum sýndist ástæða til að rannsaka barkakýlið sem honum fannst skrítið, það lá líka vinstra megin á hálsinum.

Reyni fannst það aldrei skrítið, en mamma sýndi honum þetta nokkrum sinnum. Þetta reyndist æxli sem skjaldkirtillinn hafði myndað. Ég var með 9 meinvörp niður hálsinn og minnstu munaði að þau væru komin í lungun. Takk fyrir Reynir.

Í dag er ég góður, en er enn í eftirlyti og fór í síðustu krabbameinsmeðferð sumarið 2006 en var skorinn 2004. Svo þaf ég að taka mínar 8 töflur daglega til að vinna á móti þeim innkirtlum sem aðrir hafa en ég ekki því skjaldkirtillinn var tekinn og fyrir slysni kalkkirtlarnir líka.

Önnur mistök sem gerð eru, en það var erfiðara að forðast þau heldur en sinnuleysi Reynis að skoða ekki skakka barkakýlið betur.


mbl.is Fjöldi mistaka á sjúkrahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SeeingRed

Ef að læknirinn klikkar svona illilega Á að tala um það og hafa hátt....sérstaklega ef að hann vill ekki kannast ekki við þau.  Alltof oft komast læknar upp með alvarleg mistök og aðstoða yfirleitt alls ekki sjúklingnum við að fá leiðréttingu sinna mála, þau eru mýmörg dæmin þar sem vísvitandi er reynt að breiða yfir hrikaleg mistök og fólki gert erfitt fyrir að sækja slík mál af læknamafíunni.

SeeingRed, 27.2.2008 kl. 14:22

2 Smámynd: Þórður Steinn Guðmunds

UU Hallgerður gaurinn er enn læknir og þú mátt fara til hans ef þú vilt. Ef ég væri í Bandaríkjunum væri ég millioner. Og þetta væri á ferilskrá hans. En þar sem við erum á Íslandi er lítið hægt að gera. Jú nema kannski að tala um þetta og segja frá þessu. Við erum að tala um það að Reynir ætti að sjá að þetta var ekki barkakýli þar sem æxlið í hálsinn var eins strórt allan tímann, öll árin og hefði átt að skoða þetta betur. Og kanna hvað þetta var á þeim tíma, hvenær svo sem meinvörpin byrjuðu að vaxa. Það veit enginn.

Þórður Steinn Guðmunds, 27.2.2008 kl. 14:43

3 identicon

Jáhá.

 Að þú skulir ráðast svona að manni sem er búinn að reynast hálfum skaganum mjög vel er alveg ótrúlegt. Hann er sá heimilislæknir á Akranesi sem ég tel fyrir víst að flestir treysti best. Enda hefur hann staðið sig vel og er einn sá reyndasti þar uppfrá.

 Hvet þig til að taka þessa færslu þína út sem fyrst! Og ef ekki, að þú sýnir þá aðra mynd af þér heldur en mynd af Bart simpson

Birna (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórður Steinn Guðmunds

Höfundur

Þórður Steinn Guðmunds
Þórður Steinn Guðmunds
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband